29.5.2008 | 18:13
léttvægur dómur !
þetta er nú ekki mikið mál að sitja inni nokkrar vikur og svo labba út í sólskinið, svona dómi er alveg eins hægt að sleppa bara, skiptir engu máli, svo mildur sem hann er.
Ef strákurinn hefði fengið nokkur ár hefði maður kanski getað talað um réttlæti, en þetta er
ekki neitt réttlæti! Í höndum á svona mönnum er bíll skaðræðisvopn og jafnhættulegt
og skotvopn, er mér nær að halda fram. Þetta er því nánast sýknun, og léleg sending út í
þjóðfélagið til ungra ökumanna.
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Þú ert auðvitað bara bullukollur að halda svona þvælu fram og það er næg refsing fyrir þennan aumingja dreng að lenda í svona hræðilegur slysi. Finnst það fáranlegt að dæma hann í fangelsi og en verra að hún þurfi fleirri ár í að vinna sig út úr þessu peningalega. Hann á eftir að vera með ör á sálinni og það er nóg refsing fyrir svona slys.
bóbo (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:37
Hann lenti ekki beint í þessu slysi HANN OLLI ÞESSU SLYSI hann drap 2 menn þó það hafi ekki beint verið viljandi þá er þetta of vægur dómur ég er sammála því.
Egill (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:47
nei þetta er ekki refsing fyrir manndráp á 2 mönnum.
svona fólki á að henda inn í nokkurn tíma og refsa þeim, fyrir þennan gaur verður þetta bara eins og sumarbúðir.
umferðarmorðingjar eru ekki betri en aðrir morðingjar
ingþór (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:48
Reyndar er ég ekki sammála þér bóbo, þetta er slys sem hefði allveg verið hægt að koma í veg fyrir með því að keyra á löglegum hraða og allt í lagi að dæma menn fyrir það þrátt fyrir að ég efast ekki um að örið á sálinni sé stærra en dómurinn en eitthvað verða menn að borga.
Björg (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:49
Er krafa að maður sé sálarlaust fífl til að skrifa á þessa síðu ? Ingþór þú þarft virkilega á því að halda að kaupa þér sál, sá um daginn mann í USA sem var að auglýsa sína á EBAY og bendi þér á að gera tilboð í hana. Það er fíflalegt að halda svona þvælu fram eins og þið gerið og við vitum öll að við stundum keyrum of hratt eða óvart förum yfir á rauðu ljósi eða ökum glannalega án þess að gera okkur grein fyrir að við gætum hæglega valdið slysi. Þannig haldið ekki svona þvælu fram og hættið að henda grjóti í glerhöllunum ykkar.
bóbo (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:53
Eigum við ekki bara banna alla bíla? Takk takk. Einar á þing.
Einar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:20
Ég held að svona verið alltaf erfitt að dæma. Flest höfum við tekið sénsa og sloppið með það en það gerði þessi hins vegar ekki. Ég held að það sé ómögulegt að ímynda sér líðan drengsins eftir þetta. Hann gæti sjálfur hafa slasast alvarlega, kannski í hjólastól... eða þekkir einhvern þennan dreng og aðstæður hans? Hvort sérðu fyrir þér glottandi dreng yfir léttum dómi eða þjáðan dreng á sál og líkama sem á sér þess eina ósk að geta tekið aftur gjörðir sínar. Svo vilja sumir fleygja honum í steininn og búa til glæpamann. Betra væri að "refsa" honum með árs þrælkun á Grensásdeild. Kannski mundi hann þá öðlast nægilega reisn til að halda áfram að lifa. fangelsi fyrir svona "glæpamenn" er er engin refsing.
Hafsteinn Elvar Jakobsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:22
Hann er örugglega búin að þjást helling þessi strákur fyrir þetta augnablikskæruleysi þetta voru frændur hans sem voru í bílnum.
Rúna (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:26
Þori að veðja að þú hafir ekki einu sinni lesið dóminn áðuren þú byrjaðir að skrifa þetta blog :)
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800005&Domur=3&type=1&Serial=1&Words=
Skemmtu þér vel
Örn (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:31
Þessi dómur er samt ekki vægur miðað við dómvenju... Held að venjan sé um 1-2 mánuðir.
Svo hefur maður heyrt af því að þessi strákur hafi lennt ansi illa í því ofbeldislega séð eftir slysið.
Erba (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:57
HVAÐ ER AÐ YKKUR EÐA SUMUM YKKAR????????? vitið þið eitthvað um hvað Hann er buin að ganga i geggnum nei einmitt það er helvíti það er ekki eins og hann hafi ættlað að hoppa inn í bíl og bara já núna ættla eg að drepa 2 menn alls einganvegin.. shjitt happens þetta er slys og við getum ekkert gert i því það létust tveir mjög góðir strakar i þvi og hann lá alvarlega slasður á spitala mjög lengi..og hann þarf að sitja inni i fangelsi fyrir að lenda í slysi. eins og að sé ekki fkn nog að þurfa að lifa með þetta á bakinu a hafa orðið 2 mönnum að bana og plús það að hann se bara ónytur i likamanum og er buin að vera i endurhæfingu og hja fult af folki til að fá hjálp því hann er ónytur strakurinn tilfinningalega andlega og likamlega.. finnst bara óréttlátt og vittlaus að senda hann i fangelsi fyrir að lenda í slysi...
Guðrún (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:59
"Ákærði kvað þá Jóhann Fannar og Guðmund Adam, sem létust í umræddu slysi, vera skylda sér og lýsti ákærði því að hann hefði fengið að finna fyrir þessu hjá ættingjum sínum og hefði hann m.a. verið laminn og kallaður morðingi. Ákærði kvaðst hafa fundið fyrir þunglyndi eftir slysið og gangi nú bæði til sálfræðings og geðlæknis."
Stebbi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:04
verið þið ekki að tala um eitthvað sem þið vitið ekki skit um.... hann þarfv að þola alt of mikið nuna strakurinn er í rusli og eg skil ekki að einn aðili i þessari fjolskyldu hja annara mannana se allaf að beita hann ofbeldi kylir hann og eg veit ekki hvað og hvað þetta er bara barnalegt mæli með því að hann fá sér hjalp sá aðili sem er að beta aumingja strakin ofbeldi, þetta er slys og sættu þig við það., þið fáið ekki hina tvo mennina aftur þótt hann fara i fangelsi eða berjið hann eða eitthvað svoleiðis... :klara
Klara (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:04
Já ég held þetta sé eitt af þeim málum sem fólk á ekki að dæma.
Allavegana ekki fyrr en það les dóminn.
Stebbi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:25
Hjúkk .. ég var farinn að halda að það væru bara sálarlausir einstaklingar þarna úti en þið hin sem mættuð á staðinn og skrifuðuð komment björguðu því og sönnuðu að það eru enn til íslendingar með sál og hjarta.
bóbo (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 20:47
Þetta voru frændur mínir og hann á sko allveg skilið að fá þyngri dóm og hvað þá að missa prófið ævilangt. Hann keyrir ekkert öðrvísi þótt hann hafi banað þeim. Hann keyrir of hratt og hann á að gjald þess sem hann gerði. Hann var kominn aftur á götuna 3mánuði eftir slysið. Er það sanngjart?? Nei það held ég nú ekki.
Kristín (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:01
Sé ekki hvernig það er meira sanngjarnt að hann fari í fangelsi.
Mér finnst hinsvegar að hann eigi að missa bílprófið ævilangt, og ég sé engan andmæla því hér.
Stebbi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:15
Finnst þér líka sanngjarnt að hann hafi verið laminn af fjölskyldumeðlimum ?
Mér einhvernvegin ekkert sanngjarnt í þessu máli, alveg sama hvað verður gert.
Stebbi (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:17
Ég var ekki að segja það.
Kristín (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:34
okey common sko i fyrsta lagi kristin þá var hann ekki komin á götuna aftur eftir 3 manuði.. og hvað græðiru á vi að hann fái þyngri dóm? nákvæmlega ekki rassgat þú færða ekkert Jóhann og Gumma aftur sko það er ekkert sem við getum gert til þess að fá þá aftur sama þótt hann verði latin dúsa inni í fangelsi eða látin missa bílprófið... en bara segja þer eitt prófaðu að setja þig i hans spor og athugaðu hvernin honum liður.. því efa þú lendir eitthvern timan i svona slysi þá ættla ÉG EKKI að hafa það i mer að finna til með þér!!!! þetta hefði alveg eins geta verið þú í staðin fyrir hann þeir voru bara allir á röngum stað á röngum tíma svona er það bara...!!!!!!!
Klara (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:35
Mér finnst þessi dómur bara lár. Ég veit að þetta hefði allveg geta verið ég,þú og allir aðrir. Þetta er bara mín skoðun. Ég veit allveg að ég fæ þá ekki aftur er ennþá að reyna að sætta mig við það, eða við öll. Ég er ekki að commenta hér til að rífast. En hafið þið lesið dóminn?
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800005&Domur=3&type=1&Serial=1&Words=
Kristín (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:44
en segiði mér þá, ef hann hefði ekkert slasað?
Hefði þá verið allt í lagi að lengja fangelsisdóm hans?
Afhverju eruði að tala um svona allt annað sem kemurþessu máli Engannveginn við?? (ekki illa meint) en að honum líði illa,hann sé barinn og leiður og allt það...það á ekki að koma dómnum NEITT við.
Dómurinn að að líta á brotið sem hann framdi,sama hversu mikið hann sér eftir því! Hann keyrði alltof hratt, OLLI slysi ! Hann lenti ekki beint í slysinu,hann OLLI því. Hann drap af gáleysi 2menn. Á að breyta því hvort það séu frændur hans? Hann drap þá samt...
2mánuðir er bara allt of lítið fyrir svona lagað.
Bjarki (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 12:26
ef það ætti að henda öllum sem myndu "VALDA " svona slysi þá væri 1/4 af þjóðinni inni.. það er bara bull að vera senda folk i fangelsi fyrir að lenda í slysi sama þótt það se hann eða eitthver annar svo getur engin kent neinum um neitt eða sagt að hann hafi valdið þessu þvi þetta gæti lika alveg verið hinum að kenna og þeir keyra of hratt lika það eru eingin almennileg vitni af þessu slysi og getur engin sagt hvað skeði og hvað þeir voru að keyra hratt...
Svo sagði eitthver þarna fyrir ofan að þetta gætu verið sumarbúðir fyrir hann Bíddu ertu eitthvað ÞROSKAHEFT????? að fara i fangelsi er svo ekki eins og sumarbúðir ...
og nei ef hann hefði ekki slast þá ætti heldur ekki að senda hann i fangelsi..
og ekki nota orðið drepa þvi það er ógeðslegt ...
Klara (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:16
Mig langar aðeins að koma með smá. Það var í dómnum að hann hafi verið á 114 til 128 km hraða ef það er ofsaakstur þá held ég að annsi margir geti skilað inn skirteininu sínu og farið í fangelsi.......
en gerir fólk sér grein fyrir því að hann þarf að vakna á hverjum morgni og byrja á því að mana sig í að fara út úr húsi hann þarf að horfa framan í alla Sandgerðinga og fjölskylduna þettað voru nú líka frændur hans...
Og að hann eigi að halda sig inni þegar eru Sandgerðisdagar og áramót og fleira því hann er ekki velkominn fyrirgefiði en hann á HEIMA í Sandgerði og hlítur að meiga sjást þar eins og hinir án þess að verða laninn eða kallaður morðingi.........
Kalli (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.