Færsluflokkur: Bloggar

Þetta er alveg ótrúlegt að sjá...

magi úr axlarlið

 

 

 

 

 

 

hér sést hvernig Einar Örn er rétt búinn að snúa höndina úr axlarliðnum.


mbl.is Magnús ekki meira með Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fríblað hér en ekki þar ?

Annað hvort ertu með fréttablað sem er frítt eða ekki, að láta landsbyggðina borga
  er alveg týpiskt..  Þótt reksturinn sé erfiður ætti frekar að láta alla borga málamyndagjald
frekar en þetta !    Menn munu hætta að lesa blaðið í stórum stíl og auglýsingagildi blaðsins mun minnka og hvað þá ?   Er þetta upphafið af endalokum fríblaða á Íslandi, ég spyr.
kv, BB


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

klikkað kerfi !

þetta er alveg snargalið að setja þessi álög á óskoðaða bíla, því stór hluti óskoðaðra bíla er ekki á götunum, þetta eru bílar sem eru bilaðir og ógangfærir, fornbílar sem eru í vetrargeymslu og svo framvegis. Ef slíkir bílar fá á sig allt að 30 þús króna sekt verða þeir óseljanlegir og fornbílamenn munu þurfa að draga bílana sína úr geymslum á miðjum vetri til að fara í skoðun og svo aftur í geymslu.

 Gat verið að skammsýnir pólitíkusar fyndu upp svona lagað, vanhugsað eins og oft áður.

Lausnin er einfaldlega sú að löggan taki þessa bíla úr umferð eða sekti þegar þeir sjást, þannig næst í þá sem eru að aka á óskoðuðum bílum.
  Ef allir óskoðaðir bílar fá sekt er eins hægt að dæma alla karlmenn fyrir nauðgun, þeir hafa jú tólin til þess, þótt fáir noti þau til þessa verknaðar, því betur.


mbl.is Alvarleg umferðarslys vegna lélegs ástands ökutækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn á að víkja, engin annar !!

Hvenær ætlar sjálfstæðisflokkurinn að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta skemmda epli verður að víkja úr körfunni. Ég er ekki sjálfstæðismaður en þetta sjá allir, þið verðið að stoppa manninn og senda til Georgs Bjarnfreðarsonar, þar gæti verið staður fyrir hann.

Þetta er hræðilegt að suðurnesin missi þessa ágætu menn úr störfum, og við ættum ekki
að láta þetta viðgangast.  Við höfum tekið okkur saman og safnað fyrir hinu og þessu, nú tökum við okkur saman og söfnum fyrir ferð Björns vestur á Brjánslæk !


mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

starfslokasamningar...

ekki ætla ég að dæma um hvort fyrirtækið skuldar manninum eða ekki. Hins vegar eru þessir starfslokasamningar algjört rugl og stjórnir þessara fyrirtækja ættu að fara að hugsa sig um hvort þeir séu að vinna fyrirtækinu sínu gagn með þessum samningum.

  Ef einstaklingur vinnur hjá fyrirtæki og er sagt upp virðast viðgangast þessar fáránlegu reglur að borga mönnum upp eitt til 3 ár á fullum launum.. Halló?  manninum var sagt upp og hví ætti að launa honum með 24 mánaða launum eins og í þessu tilfelli? og það á fullum launum?  50 þúsund EVRUR á mánuði í 24 mánuði?     Ekki fær venjulegur launamaður svona starfslokasamninga, en af því það er forstjóri viðgangast svona fáránlegar reglur.

Stjórnir sem gera svona starfslokasamninga eiga að segja af sér, eða í besta falli að borga þetta af eigin launum, þetta er móðgun við almennan skattgreiðenda og einnig við hlutafjáreigndur þessara fyrirtækja.  Burt með þennan ósóma og fariði að draga hausinn útúr sýndarveruleikanum og stigið niður til okkar hina.  Sá veruleiki er allt annar en ykkar !!  get vottað það !


mbl.is Segir Eimskip skulda sér laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"tveggja blótsyrða".... ritgerð ?

ef maður á að fara út í algjör leiðindi þá finnst mér orðið YOU ekki vera blótsyrði, svo þetta er því einungis eins blótsyrðis ritgerð en ekki tveggja..  F orðið er sannarlega blótsyrði, mikið rétt, eins og það er notað í þessu samhengi.

En ég er ánægður með ritdómarann sem leiddi hjá sér meininguna, en tók til dóms það sem máli skipti.


mbl.is Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vesalings Amy...

að fólk skuli nenna að baða sig í þessum drullupolli og veita þessari vesalings sál, henni Amy þann vafasama heiður að gera hana að daglegu lesefni í fjölmiðlum.

Manneskjan er sjúk og þarf hjálp frá fagfólki, henni er enginn greiði gerður að fjallað sé um hana á hverjum degi og miljónir lesa þetta rugl, allt tengt áfengi og vímuefnum.

Hún á skammt ólifað ef hún heldur áfram þessu líferni og við erum að drepa hana með þessu fjölmiðlafári, best væri að hætta að fjalla um hana og hennar líka nema þegar eitthvað vitrænt er á ferðinni og láta þetta rugl eiga sig.                  takk fyrir.


mbl.is Amy slær til aðdáanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

léttvægur dómur !

þetta er nú ekki mikið mál að sitja inni nokkrar vikur og svo labba út í sólskinið, svona dómi er alveg eins hægt að sleppa bara, skiptir engu máli, svo mildur sem hann er.

Ef strákurinn hefði fengið nokkur ár hefði maður kanski getað talað um réttlæti, en þetta er
ekki neitt réttlæti!   Í höndum á svona mönnum er bíll skaðræðisvopn og jafnhættulegt
og skotvopn, er mér nær að halda fram. Þetta er því nánast sýknun, og léleg sending út í
þjóðfélagið til ungra ökumanna.


mbl.is Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

nei, hann er ekki brotinn !

því betur virðist jaxlinn hafa sloppið vel út úr þessu, en ekki leit það vel út þarna..
mbl.is John Terry slasaðist í leik Chelsea og Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

meiðsli ??

Til hamingju kallinn, en ósköp var að sjá stelpurnar margar teipaðar eins og rúllupylsur
og haltrandi inn og út af vellinum.
  En þær gerðu sitt besta samt, klárlega.


mbl.is Aðalsteinn Eyjólfsson: Vinnst á vinnu allt tímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband